

Upphrópanir
Halldórs Benjamíns eru órökstuddar og samhengislausar.
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Halldór Benjamín hjá Samtökum atvinnulífsins hefur með markvissum
ásetningi ítrekað sagt hagkerfið hratt kólnandi. Nú síðast þegar slitnaði upp
úr kjaraviðræðum. Uppleggið er að brjóta niður samstöðu launþega og hafa áhrif
á almenningsálitið. Samhengi orðanna ber þetta með sér.
Upphrópanir Halldórs Benjamíns eru órökstuddar og samhengislausar. Þess
vegna er rétt að spyrja hverjar eru horfurnar.
Hagvöxtur á núverandi áratug fram til ársins 2017 mælist vera um 3% á
ári að meðaltali. Árið 2018 endaði síðan yfir 3% hagvexti. Núgildandi
þjóðhagsspá gerir síðan ráð fyrir að hagvöxtur fari undir 2% á yfirstandandi
ári en fari aftur í 3% árið 2020.
Samkvæmt opinberum væntingum verður íslenska hagkerfið á kunnuglegum
slóðum fram til ársins 2024. Væntingarnar lýsa ekki hratt kólnandi hagkerfi.
Færa má fyrir því rök að þjóðhagsspáin sé varfærin. Kjaraviðræður
smitast óneitanlega inn í hana enda lengi vitað að árið 2019 yrði erfitt
kjarasamningaár. Samningar munu klárast þegar stjórnvöld leggja fram marktækt
tilboð um framfærslujöfnuð lægstu launa og ekki skattalækkun hárra launa.
Sætaframboð flugfélaga mun aukast á ný, loðnan skilar sér, umsvif í tengslum
við Norðurskautið vex og laxeldið mun skila auknum þjóðartekjum.
Áróður Halldórs Benjamíns í tengslum við kjarasamninga er úr tengslum
við raunveruleikann. Frammistöðuvandi hans í kjaraviðræðunum og
örvæntingafullar upphrópanir er ógn við efnahagslegan stöðugleika.
Þessi frétt Örþrifaráð Halldórs Benjamíns birtist fyrst á miðjan.is.