

Gunnar Smári skrifar:

Það getur stundum virst vonlaust að
berjast fyrir réttlætinu innan hins endalaust óréttláta kapítalisma, einkum við
upphaf baráttunnar. Undanfarna áratugi hafa hin ríku sveigt allar stofnanir
samfélagsins að sínum þörfum, breytt lýðræðislegum vettvangi að dagvist fyrir
þau sem þjóna hagsmunum hinna ríku og lagt fjölmiðlaumfjöllunina undir sig. En
þetta kerfi getur ekki annað en hrunið, almenningur mun sigra. Í Bandaríkjunum
holdgervist barátta almennings í kornungri konu, Alexandria Ocasio-Cortez, en varnarmúr hinna ríku í gömlum appelsínugulum
karli, sem karlinn á myndinni er að klappa fyrir.
Sendum
Alexandríu allar okkar góðu óskir og þakkir fyrir að ráðast á múrinn þar sem
hann er hæstur og þéttastur. Sendum okkar baráttukonum sömu óskir, sem eru
dagana langa lokaðar inn í valdastofnunum sem karlar smíðuðu til að verjast
almenningi, ekki til að þjóna honum; Sönnu Magdalenu, Sólveigu Önnu og fleiri
baráttukonum réttlætisins.
Þessi frétt Lokaðar inn í valdastofnunum karlanna birtist fyrst á miðjan.is.