Clik here to view.

Image may be NSFW.
Clik here to view.
Clik here to view.

Foringjaræðið er algert.
Lýðræðið er fótum troðið. Þinginu er gefið langt nef. Þingræði er ekkert.
Björgvin Guðmundsson skrifar:
Fyrir alþingiskosningar 2018 lýsti Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, og nú samgönguráðherra því yfir, að hann væri andvígur veggjöldum. Þessi flokksformaður varð samgönguráðherra og þá bregður svo við, að Sigurður Ingi vendir sínu kvæði í kross og tekur afstöðu með veggjöldum.
Hann tók sér stöðu með Jóni
Gunnarssyni, íhaldsmanni, sem lengi hefur barist fyrir veggjöldum. Ljóst er, að
veggjöld munu einkum lenda þunglega á íbúum höfuðborgarsvæðisins og SV hornsins. Bíleigendur eru búnir að borga
vegaframkvæmdir með miklum bensínsköttum og bílasköttum áður en þeir peningar
hafa ekki verið notaðir nema að litlu leyti í vegina. Það er því ósiðlegt og
óboðlegt að ætla að láta bíleigendur borga þetta aftur.
En það
sem er þó enn verra eru vinnubrögðin við að koma veggjöldum á.
Það eru flokksforingjar
stjórnarflokkanna, sem ákveða þetta en ekki þingið. Það er búið að tala um það
í margar vikur að lagðir verði á vegtollar án þess að þingið hafi samþykkt það.
Foringjarnir ákváðu þetta og þá
þurfti ekki að spyrja þingið. Foringjaræðið er algert. Lýðræðið er fótum
troðið. Þinginu er gefið langt nef. Þingræði er ekkert.
Þessi frétt ÞINGRÆÐIÐ FÓTUM TROÐIÐ! birtist fyrst á miðjan.is.