Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6190

„Sturluðum kröfum“ verkalýðsins kennt um

$
0
0

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifar:

Í Seattle í USA voru lágmarkslaun
lögbundið hækkuð í 15$ á tímann. Talsmenn fyrirtækja og ríkasta minnihlutans
fullyrtu að fyrirtæki færu á hausinn í stórum stíl, störf myndu tapast,
fyrirtæki flytja starfsemi sína úr fylkinu og veitingastaðir gott sem þurrkast
út. Þegar þekktur pizzastaður fór svo á hausinn fór orðræðan á áður óþekkt
flug. Ekki ólíkt því sem er að gerast á Íslandi þegar fyrirtæki fer á hausinn
er „sturluðum kröfum“ verkalýðshreyfingarinnar kennt um og sömu rök notuð um aukna samkeppnishæfni fyrirtækja með lækkandi
launakostnaði.

Hún er merkileg hugmyndafræðin sem talsmenn fyrirtækja í veitingageiranum telja lausnina á vanda þeirra.

Staðreyndin varð samt allt önnur.
Met var sett í opnun nýrra veitingastaða í Seattle og afkoma fyrirtækja í
veitingageiranum batnaði almennt mjög mikið.

Hver ætli skýringin hafi verið?

Stór hluti fólks sem áður hafði
ekki efni á að fara út að borða hafði loksins getu til að leyfa sér að fara í
bíó og út að borða. Leyfa ser hluti sem það hafði ekki áður efni á að gera. Sem
varð til þess að eftirspurn jókst mikið og nýjum veitingastöðum fjölgaði,
afkoma þeirra sem fyrir voru batnaði og þar með geta þeirra til borga lögbundin
hærri laun og greiða sér arð.

Hún er merkileg hugmyndafræðin
sem talsmenn fyrirtækja í veitingageiranum telja lausnina á vanda þeirra. Þeir
telja að lausnin sé að veitingastaðir verði bara fyrir ferðamenn og efnameiri
Íslendinga og lækka þurfi launakostnað enn frekar til að bæta afkomu þeirra, og
fækka þannig viðskiptavinum enn frekar.

Það sem gerðist í Seattle er ekki
einsdæmi í USA en nú hafa um 20 fylki tilkynnt að lögbundið lágmarkstímakaup
muni hækka á þessu ári. Úr 7,25$ ríkislágmarki sem sett var árið 2009 í um 15$
á tímann. Þetta er að gerast vegna þess að hagfræðikenningar, sem lobbíistar
auðvaldsins nota gegn lífskjarabaráttu þeirra verst settu, er beinlínis röng og
samfélagslega skaðleg.

Hversu margir viðskiptavinir
veitingahúsa eru í húfi í samanburði við fjölda starfsmanna sem þar starfa á
strípuðum töxtum?

Ljósmynd: Kevin
Curtis.

Þessi frétt „Sturluðum kröfum“ verkalýðsins kennt um birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6190