Quantcast
Channel: Greinar – miðjan.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 6192

Ævintýralegt rugl um einkavæðingu banka

$
0
0

Stefán Ólafsson.

„Það var átakanlegt að hlusta á Brynjar Níelsson tala fyrir einkavæðingu ríkisbankanna í Kastljósi í kvöld,“ skrifaði Stefán Ólafsson prófessor eftir að hafa horft á Kastljósið í gærkvöldi.

„Smári McCarthy beinlínis rúllaði Brynjari upp og pakkaði honum inn í notaðan jólapappír! Að miklu leyti var Brynjar hálf kjaftstopp og vissi ekki hvað hann átti að segja – en að öðru leyti voru rökin sem hann kom með ævintýralegt rugl.

Hér eru nokkur dæmi:

1.     Brynjar sagði að selja bæri ríkisbankana af því að þetta væri svo mikill áhætturekstur fyrir ríkið! Þetta er hlægilegt vegna þess að…

·         Ríkið átti Landsbankann í 117 ár og gekk það ágætlega á sama tíma og Íslendingar urðu ein af ríkustu þjóðum heims.

·         Einkaaðilarnir sem tóku við bankanum árið 2003 ráku bankann í þrot (með græðgina að leiðarljósi) á einungis 5 árum – og það í risagjaldþrot á heimsvísu!

·         Þó bankarnir væru í einkaeign þá reyndist sá mikli og stórkostlegi einkarekstur fela í sér gríðarlega áhættu fyrir ríkið og þjóðina alla. Pælið í því!

·         Einkarekstur banka er miklu áhættusamari en ríkisrekstur banka – það er reynsla Íslendinga.

·         Á þeim tíma sem ríkið hefur átt Landsbankann á ný hefur hann skilað vel á annað hundrað milljörðum í arð til þjóðarinnar. Íslandsbanki hefur skilað um 60 milljörðum. Sjálfgræðismenn vilja nú koma slíkum ofurgróða í hendur auðmanna.

2.    Brynjar sagði að það þyrfti meiri samkeppni, rétt eins og einkavæðing myndi skila því. Þetta er líka rugl, því…

·         Samkeppni milli banka er engu minni nú en var á árunum frá 2003 til hruns.

·         Vextir eru nú talsvert lægri en var á árunum 2003-2008 þegar bankarnir voru í einkaeign (þó vextir séu enn of háir).

3.    Brynjar sagði loks að bankar væru alltaf reknir í þágu eigenda sinna. Það var sennilega það eina rétta sem hann sagði! Það er hins vegar besta ástæðan fyrir því að þeir eiga að vera áfram í sameign þjóðarinnar, eins og stór meirihluti þjóðarinnar vill (sjá Ævintýralegt rugl um einkavæðingu banka birtist fyrst á miðjan.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 6192